Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)

Sérhæfðara spjall um jeppa, Land Rover, Willys og fl. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)

Pósturaf arni87 » 10 Jan 2013, 21:26

Ég var að eignast einn öldung.

Landrover Series IIA 1971 árgerð.

Var hann fenginn á Akureyri og ég bý í Keflavík.
Svo farið var í að gera þetta að einhverju góðu ævintýri, sem tókst jú þokkalega.
Fórum við tveir vinir notður að sækja fákinn á öðrum öldung, en sá er að gerðinni Lada Nivia (Lada sport) og frá herrans árinu 1987.
Sóttist ferðin vel eftir að búið var að sækja kúbein, slaghamar, startkappla og aðrar nauðsynjar í svona ævintýri.
En uppi á Holtavörðuheiðinni fór miðstöðin í Lödunni að blása köldu, og kom í ljós að hún hafi "dottið niður" og var því kift í liðinn í staðarskála.
Þá var farið að bílinn og ákveðið að láta slag standa, hann keirður á Lögreglustöðina á Akureyri og gengið frá eigandaskiptum, en þar vinnur fyrri eigandi bílsins.
Það gekk ekki betur en svo að mínotu áður en við komum kom útkall og þurftu allir að sinna því, og gat fangavörðurinn sem tók á móti okkur ekki aðstoðað okkur.
Þá var farið og fengið sér að borða, og sáum við að menn voru að tínast á stöðina aftir, svo við fórum og gátum þá græað pappírana.
Á bakaleyðinni gekk allt að óskum í Landrover, en miðstöðin í Lödunni mótmælti einhvað þessum langa vinnudegi svo hún lagðist aftur í dvala.
Svo við Baulu þá var stoppað og skrölt sem var í Landrovernum skoðað og kom í ljós að gleymst hafi að festa toppgrindina þegar hún var endur galvinseruð fyrir einhverjum árum, en hún hékk á alla leið heim.

Daginn eftir varð ég að kíkja nokkrum sinnum út í bílastæðið til að fullvissa mig á að bíllinn hafi verið sóttur, svo vel gekk ferðin.


Fið fyrstu skoðun leit hann ekki svo illa út, svo var aðeins farið að skoða rafmagnið þegar heim var komið,
og kom þá í ljós að einhverntíman á lífsleiðinni var rafmagnið í honum tekið í gegn og til verksins notaður tvíleiðari ásamt sexvíratengjum.


En hann mun vera gerður upp og settur aftur á orginal dekk og felgur, lit haldið óbreytt og brettakantarnir fá að fjúka.

En fyrst mun ég koma hinum bílnum í stand og þegar það verður komið mun þessi fara í skverun.

Ef einhver á viðgerðarbók (Serwice manual) á stafrænu formi (eða bækur fyrir smá aur) fyrir þessa bíla þá væri hann vel þeginn.

Mynd
Árni F.

Ssang Yong Musso 1997 (Lækurinn) 38" breyttur (9 ár eftir í fornbíl) JG-729 á fjöllum
Landrover Series 2a 1971 Þ995 Í notkun
Notandamynd
arni87
Þátttakandi
 
Póstar: 33
Skráður: 22 Jún 2011, 01:53
Staðsetning: Keflavík

Re: Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)

Pósturaf Helgi » 10 Jan 2013, 22:32

Til lukku með gripin Árni. Verður gaman að fylgjast með :D
Helgi Biering.

Fiat X1/9 Bertone '80
Notandamynd
Helgi
Alltaf hér
 
Póstar: 126
Skráður: 12 Jún 2008, 22:50
Staðsetning: Keflavík

Re: Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)

Pósturaf JBV » 11 Jan 2013, 00:23

Til hamingju með gripinn, velkominn á spjallið og takk fyrir skemmtilega ferðasögu :D
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Re: Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)

Pósturaf arni87 » 14 Feb 2013, 12:06

Jæja.
Þá er hann farinn að sparka í mann.
En lái geislinn á ljósunum datt út um daginn.
Svo brottnaði gírstöngin við gólfið.
Og nú fer hann í gang, en drepur á sér um leið og kveikt er á parkljósunum, sem loga ekki þegar það er kveikt á þeim.

Ég er búinn að sjóða gírstöngina saman.
En ætli ég neyðist ekki til að byrja á rafmagninu, svo ég geti notað hann aðeins þangað til ég kemmst í einhvern skúr með bílinn.

Svo nú spyr ég hversu sveran eða grannan vír þef ég að kaupa í hann.
Það þarf að víra ljósin, mælaborðið og rúðuþurkumótorinn til að byrja með.

Svo verður höfuðrofinn tekinn úr honum og startarinn tengdur "rétt" ásamt fleiri smáatriðum.

Kveðja Árni F
Árni F.

Ssang Yong Musso 1997 (Lækurinn) 38" breyttur (9 ár eftir í fornbíl) JG-729 á fjöllum
Landrover Series 2a 1971 Þ995 Í notkun
Notandamynd
arni87
Þátttakandi
 
Póstar: 33
Skráður: 22 Jún 2011, 01:53
Staðsetning: Keflavík

Re: Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)

Pósturaf arni87 » 14 Mar 2013, 12:06

Nú kom kuldinn.
Þá var athugað hvort glóðakertin virkuðu og viti menn þau eru farin.
Þá voru góð ráð dýr, en í bílnum er vatnshitari sem ég vissi ekki af.
Ég rak augun harkalega í hitarann (það var askoti sárt) meðan ég starði örvæntingafullur ofan í húddið.
Og viti menn það þurfti bara að skifta um kló á honum og stinga í samband til að prufa.
Mér til mikillar ánæju fór hann að mala, en enginn hiti í slöngurnar svo ég fór aftur ða örvænta.
Þá rak ég augun í krana (er enn með verk í augunum) á endanum á slöngunni að hitaranum og oppnaði hann,
þá brendi ég mig á höndunum þegar vattnið fór að streyma um vélina.

Næst á dagskrá var að kanna afhverju lái geislinn á aðalljósunum virkaði ekki.
Þá var fariða að rekja rafmagnslagnir og komu reddingar í ljós hér og þar.
Ekki lofaði það góðu, og var farið að skoða meira af rafmagni í honum og voru sexvíratengi og samtengi hér og þar.

Tóm hamingja
Árni F.

Ssang Yong Musso 1997 (Lækurinn) 38" breyttur (9 ár eftir í fornbíl) JG-729 á fjöllum
Landrover Series 2a 1971 Þ995 Í notkun
Notandamynd
arni87
Þátttakandi
 
Póstar: 33
Skráður: 22 Jún 2011, 01:53
Staðsetning: Keflavík

Re: Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)

Pósturaf ADLERINN® » 16 Mar 2013, 09:12

Ertu nokkuð með eigenda söguna á þessum bíl ?
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Re: Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)

Pósturaf arni87 » 22 Mar 2013, 14:09

Árni Freyr Rúnarsson Skógarbraut 1102 05.01.2013
Vagn Kristjánsson Brekkugata 14 12.09.2011
Jóhann Guðmundur Eyþórsson Akurgerði 2 13.07.2008
Aðalsteinn Jónsson Skessugil 1 30.05.2000
VIÐIFELL 12.11.1987
Karl Bragason Arnarsíða 2f 28.08.1971

Þetta er eigandaferillinn á þessum eðalvagni.
Ég er sem sé sjötti eigandi.
Árni F.

Ssang Yong Musso 1997 (Lækurinn) 38" breyttur (9 ár eftir í fornbíl) JG-729 á fjöllum
Landrover Series 2a 1971 Þ995 Í notkun
Notandamynd
arni87
Þátttakandi
 
Póstar: 33
Skráður: 22 Jún 2011, 01:53
Staðsetning: Keflavík

Re: Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)

Pósturaf arni87 » 03 Apr 2013, 20:26

Þá er búið að versla ný glóðakerti í bílinn.
Og er BSA að kanna fyrir mig verð á orginal rafkerfi í bílinn.
Ég er búinn að fynna rafkerfin úti, en það er allt of dýrt að flytja þau heim.

Veit einhver hvar best yrði að versla rafkerfi í þessa eðalvagna?
Árni F.

Ssang Yong Musso 1997 (Lækurinn) 38" breyttur (9 ár eftir í fornbíl) JG-729 á fjöllum
Landrover Series 2a 1971 Þ995 Í notkun
Notandamynd
arni87
Þátttakandi
 
Póstar: 33
Skráður: 22 Jún 2011, 01:53
Staðsetning: Keflavík

Re: Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)

Pósturaf ADLERINN® » 03 Apr 2013, 20:48

arni87 skrifaði:Þá er búið að versla ný glóðakerti í bílinn.
Og er BSA að kanna fyrir mig verð á orginal rafkerfi í bílinn.
Ég er búinn að fynna rafkerfin úti, en það er allt of dýrt að flytja þau heim.

Veit einhver hvar best yrði að versla rafkerfi í þessa eðalvagna?



Þetta er nú ekki dýrt án sendingar kostnaðar

http://www.autosparks.co.uk/product_inf ... ts_id=1327
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Re: Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)

Pósturaf arni87 » 04 Apr 2013, 20:25

Takk ADLERINN.
Frábært að vita af þessum, og þeir eru ekki svo dýrir.
Ætla að sjá hvað BSA getur gert fyrir mig.

Annas var aðeins að dunda við hann í dag.

Skolaði af honum.
Skifti um slönguna frá hitara að vél.
Skifti um glóðakerti.

Næst á dagskrá er:
Lofttæma kúplingu.
Laga bremsur (bremsar bara á einu hjóli og handbremsa slöpp)

Svo er aldrey að vita nema maður ráðist á riðmyndun á vatnskassabitanum.

Og halda áframm að keyra kaggann og njóta hanns.
Árni F.

Ssang Yong Musso 1997 (Lækurinn) 38" breyttur (9 ár eftir í fornbíl) JG-729 á fjöllum
Landrover Series 2a 1971 Þ995 Í notkun
Notandamynd
arni87
Þátttakandi
 
Póstar: 33
Skráður: 22 Jún 2011, 01:53
Staðsetning: Keflavík

Re: Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)

Pósturaf arni87 » 24 Jún 2013, 13:00

Þá er sumarfríið hjá mér búið.
Og var aneins dundað í þeim gamla í fríinu.

Það sem var gert er:
Bíllinn bónaður með þriggjaþrepa Mothers bóni.
Prolong Oilstabilicer settur á vélina (við það varð gangurinn talsvert betri og hávaðinn í mótornum minnkaði töluvert, reykurinn minnkaði talsvert, og hann varð mun betri í gang)
Svo var sett Prolong diseltreatment sett í tankinn og minnkaði reykurinn enn meira við það og hann varð betri í gang.
Einnig var skift um olíudæluna og fer hann í gang í dag hraðar en nýr bíll og malar eins og köttur (CATerpillar)

Því næst var skift um annað aðalljósið og farið að hugsa útí að uppfæra aðalljósin í H-4 ljós ker.

Bremsurnar skoðaðar og kom í ljós að dælurnar eru allar fastar (nema ein) og á að gera þær upp við fyrsta tækifæri eftir mánaðarmót.
Og á sama tíma verð ég að skifta um sendi í eldsneytistank.
Þar sem að í gleðinni eftir að ég skifti um olíudæluna varð hann olíulaus og sýndi mælirinn hálfann tank.

Einnig þarf að fara að huga að smurningu á kagganum ogg sýuskiftum.

Þá fór hraðamælirinn að sýna flottan og jafnan hraða (fyrsti series mælirinn sem hraðinn sést greynilega á) en hann sýnir alltaf 0km/h.
Árni F.

Ssang Yong Musso 1997 (Lækurinn) 38" breyttur (9 ár eftir í fornbíl) JG-729 á fjöllum
Landrover Series 2a 1971 Þ995 Í notkun
Notandamynd
arni87
Þátttakandi
 
Póstar: 33
Skráður: 22 Jún 2011, 01:53
Staðsetning: Keflavík

Re: Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)

Pósturaf Jón Hermann » 24 Jún 2013, 23:29

Ég pantaði varahluti hjá þessum í Land Rover fyrir nokkrum árum kom bara vel út http://www.famousfour.co.uk/
Jón Hermann
Alltaf hér
 
Póstar: 368
Skráður: 16 Sep 2006, 20:36
Staðsetning: Reykjavík

Re: Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)

Pósturaf arni87 » 27 Jún 2013, 20:37

Takk fyrir þetta.

Í dag var aðeins dundað í gamla, en ég setti skipadregil á gólfin í honum,
og á stokkinn yfir gírkassanum, og svo setti ég prolong oilstabilicer á kassana.
Við þetta var allt í einu hægt að tala saman í bílnum og hugsa.
En það hefur ekki verið hægt að tala saman í bílnum frá því ég keifti hann.
Árni F.

Ssang Yong Musso 1997 (Lækurinn) 38" breyttur (9 ár eftir í fornbíl) JG-729 á fjöllum
Landrover Series 2a 1971 Þ995 Í notkun
Notandamynd
arni87
Þátttakandi
 
Póstar: 33
Skráður: 22 Jún 2011, 01:53
Staðsetning: Keflavík

Re: Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)

Pósturaf arni87 » 02 Nóv 2013, 09:35

Þá er kominn þó nokkur tími síðan eithvað var gert, en en svona er þá verkefnalistinn eins og hann lýtur út í dag:

Skifta um bremsudælur og borða.
Skifta um eða laga gírkassa (er fastur í 3 gír eins og er)
Sjóða í púst (eru komin nokkur göt og vantar stútinn)
Bæta afturstuðarann
Fara í skoðun
Olíu skifti.
Skifta út tankmótstöðu
Laga hraðamæli.
Skifta um ljósker
Skifta um rafmagn


Það sem búið er:
Skifta um glóðakerti
Laga gírstöng
Skifta um slöngur fyrir kælivattn
laga rafkerfi
skifta um perur.
Setja nýan skipadregil aftur í og setja dregil framm í bílinn til að hljóðeinangra og gera hann sætari.
Skifta um hráolíudælu
Síðast breytt af arni87 þann 02 Nóv 2013, 09:46, breytt samtals 1 sinni.
Árni F.

Ssang Yong Musso 1997 (Lækurinn) 38" breyttur (9 ár eftir í fornbíl) JG-729 á fjöllum
Landrover Series 2a 1971 Þ995 Í notkun
Notandamynd
arni87
Þátttakandi
 
Póstar: 33
Skráður: 22 Jún 2011, 01:53
Staðsetning: Keflavík

Re: Landrover Series 2a 1971 (Þ-995)

Pósturaf arni87 » 02 Nóv 2013, 09:46

Þessi vagn er frábær dráttarvél og ágætt að ferðast á honum,
en farnar voru nokkrar ferðir í sumar og reyndist hann mis vel.

Fyrsta ferðin var í skála við Fossá rétt hjá Úlfljótsvatni.
Var svipurinn á skátunum óborganlegur þegar þeir sáu farkostinn fyrir helgina,
hann var gamli Landinn og svo Opel astra OPC.
Öllum farangri var hent upp á topp á Landanum, og flestum farþegum komið fyrir í landrover,
því næst var því littla sem ekki komst upp á topp hent inn og lokað.
Á miðri Reykjanesbraut byrjaði hleðsluljósið að loga og voru ódýr ráð þá orðin dýr.
Þegar í reykjavík var komið var farið að kanna hvað gæti verið að valda svona ótýmabæru jólaskapi og var ekkert sýnilegt og þá bara haldið áframm.
Og gekk ferðin þokkalega eftir það.
Svo rann upp sunnudagur og þá uppgötvaðist að það hafði gleymst að kíkja á ljósið í bílnum daginn áður.
Rétt fyrir brottför komumst við að bilunnini og var einn vír farinn úr sambandi,
þegar búið var að stinga honum í samband var bíllinn kominn úr þessu fína jólaskapi og ljósið slokknað.


En hann fór einnig á skátamót á Úlfljótsvattni í sumar og vakti þar mikkla lukku.
En við mættum á staðinn með blaktandi fána á þessum nýbónaða eðalvagni.
En í það skiftið var hann svo ánægður með dekrið sem hann fékk rétt fyrir brottför að hann ver í góðuskapi alla helgina.
Þetta dekur var mjög gott, en hann fór á dekurstofuna skúrinn.
Þar fór hann í meðferð sem kallast yfirferð og strokur.
En þá var bætt á hann olíu, skift um frostlög ásamt öðru eðlilegu viðhaldi.
Svo endaði þessi dekurtími á nuddi með eðal nuddolíum (bóni)


En þessi eðalvagn er falur fyrir rétt verð.
Árni F.

Ssang Yong Musso 1997 (Lækurinn) 38" breyttur (9 ár eftir í fornbíl) JG-729 á fjöllum
Landrover Series 2a 1971 Þ995 Í notkun
Notandamynd
arni87
Þátttakandi
 
Póstar: 33
Skráður: 22 Jún 2011, 01:53
Staðsetning: Keflavík


Fara aftur á Fornjeppar

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron