GPW 62312 1942 B-141

Sérhæfðara spjall um jeppa, Land Rover, Willys og fl. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

GPW 62312 1942 B-141

Pósturaf KPV » 24 Maí 2013, 23:42

Ákvað að búa til þráð um jeppann minn, er ekki rétt að hafa þetta allt á einum stað? Hef verið að drita myndum hér og þar.
Er með einn jeppa í skúrnum. Skráður í Bifreiðaskrá sem Willys árg. 1951, en þetta er Ford herjeppi árgerð 1942.

Mynd


B-302 síðar B-141. Herjeppi SER-62312
Egilshús sett saman á Patreksfirði af Sigurjóni Árnasyni.
Á myndinni er einn fyrri eigandi, Þorsteinn Gunnar Sigurðsson.

Mynd


Það er eitt og annað til, tók þennan út úr geymslu fyrir stuttu.

Mynd

Svo ein fyrir innmúraða GPW aðdáendur, eða tvær.
Mynd Mynd

Með kveðju, Kristján.
Kristján P. Vigfússon.
Ford GPW 62312
Notandamynd
KPV
Þátttakandi
 
Póstar: 19
Skráður: 12 Maí 2013, 21:19

Re: GPW 62312 1942 B-141

Pósturaf hallif » 26 Maí 2013, 16:42

Gaman af þessu hjá þér vertu duglegur að mynda,það er gaman að hafa Íslenska útlitið lýka og ekki skemmir það að þeir hafi eihvað af sínu upprunalegu eins og þessi hefur grillið, sem var svo iðulega skift út .eru ekki einhver áform með hann?
Hallfreður Elísson
Áhugamaður GPW MB
GPW42.47624
GPW42.64131
GPW42.64447
MB Slat Grill,árg41.105232.fr öxull 12,17,41.af öxull 12,18,41
MB 42 boddý no104064
8935413
hallfredure@gmail.com
Notandamynd
hallif
Alltaf hér
 
Póstar: 227
Skráður: 22 Feb 2010, 23:08
Staðsetning: ísland á góðum stað

Re: GPW 62312 1942 B-141

Pósturaf KPV » 01 Jún 2013, 15:43

Sæll Hallfreður og þakka þér hvatninguna.

Ég er búinn að eiga þennan jeppa síðan 1987. Ók honum í nokkur ár en aðstæður réðu því að hann hefur ekki verið brúkaður lengi.
Húsið var smíðað á hann frekar seint eða í kringum 1960, ég fann herjeppagrill og setti á hann því orginal grillinu hafði verið breytt fyrir landbúnaðarjeppa ljós,
soðið haganlega upp í ystu riflurnar og ljósagöt og svo komið fyrir að ekki mátti sjá mun á því og CJ grilli.

Mynd

Mynd

Er að vinna í eigenda-sögunni og hefur orðið nokkuð ágengt.
Þessi bíll hefur komið nokkuð seint út af vellinum og flogið undir radar herjeppa-manna þar sem hann hefur alltaf verið skráður sem Willys 1951 árg. í bifreiðaskrá.

Eins er ég að furða mig á þessum bláa lit sem virðist hafa fylgt bílnum svo lengi sem elstu menn muna.
Sjá fyrri mynd (af GPW F) innan úr hanskahólfi og þessa þar sem olíukönnu festingin hefur verið fjarlægð.
Mynd

Ég á þrjár Combat felgur í misjöfnu ástandi, vantar því amk. tvær felgur. Gangi þér vel með Solid felgurnar, hef verið að skoða felgur undir gömlum kerrum og halda úti fyrirspurnum um Combat felgur, munar ekki um að horfa eftir Solid felgum líka. Þær halda sig örugglega á sömu miðum.

Meira spennandi síðar.
Með kveðju, Kristján.
Kristján P. Vigfússon.
Ford GPW 62312
Notandamynd
KPV
Þátttakandi
 
Póstar: 19
Skráður: 12 Maí 2013, 21:19

Re: GPW 62312 1942 B-141

Pósturaf KPV » 10 Júl 2013, 15:23

Var að róta í kössum, fann eitt framljós, myrkvunarljós og blöndung. það á að vera meira til.
Man eftir afturljósunum einhverstaðar en ekki hvar.
Mynd

Ég fann líka hraðamælir og bensínmælir.
Mynd
Kristján P. Vigfússon.
Ford GPW 62312
Notandamynd
KPV
Þátttakandi
 
Póstar: 19
Skráður: 12 Maí 2013, 21:19

Re: GPW 62312 1942 B-141

Pósturaf KPV » 30 Ágú 2013, 12:22

Fékk myndir hjá einum fyrri eiganda. Myndirnar eru teknar kringum 1954.
Þarna er jeppinn eins og hann kom frá hernum.
Sjá má að hann er með gluggastykki og blæju af nýrri herjeppa M38 sem framleiddur var milli 1950-52.

Búið er að setja nýja ljósakúpla utan á grillið og auðvitað hefur Blackout ljósið á brettinu verið notað sem aukaljós.
Mynd

Þarna er bíllinn blár á litinn en það sést illa á svarthvítum myndum.
Sjá má ljósatengi fyrir kerru. Kominn er nýr krókur sem enn er á jeppanum.
Mynd
Kristján P. Vigfússon.
Ford GPW 62312
Notandamynd
KPV
Þátttakandi
 
Póstar: 19
Skráður: 12 Maí 2013, 21:19

Re: GPW 62312 1942 B-141

Pósturaf KPV » 27 Sep 2013, 15:51

Ford merki á vatnskassa.
Mynd

Það er gat á pústgreininni, sjá mynd.
Mynd

Hef verið að skoða pústgreinar á netinu, þetta eru frekar flóknar greinar, með sérstakri blöðku sem beinir heitu pústi á soggreinina meðan vélin er köld.
Þarf maður að panta soggreinina líka? Þetta flækist allt saman og notar sömu festingarbolta. Hvað segja reynsluboltar?
Kristján P. Vigfússon.
Ford GPW 62312
Notandamynd
KPV
Þátttakandi
 
Póstar: 19
Skráður: 12 Maí 2013, 21:19

Re: GPW 62312 1942 B-141

Pósturaf Hjalti » 27 Sep 2013, 19:44

Reyndu að fá sog- og pústgrein í einu lagi, ég hef aldrei séð þetta sundurtekið. Þetta liggur sjálfsagt víða. Blaðkan er oftar en ekki föst.
Hjalti Jóhannesson
Akureyri
Willys CJ-2A, A-1297, 13.12.46 - 2. eigandi
Escort XR3i, 12.12.86 - 18. eigandi
Notandamynd
Hjalti
Mikið hér
 
Póstar: 85
Skráður: 26 Jan 2005, 21:15
Staðsetning: Akureyri

Re: GPW 62312 1942 B-141

Pósturaf hallif » 28 Sep 2013, 23:42

Þú getur fengið pústgreinina sér,hér er linkur.

http://www.debellajeepparts.com/mbpremier.htm

kv
Hallfreður Elísson
Áhugamaður GPW MB
GPW42.47624
GPW42.64131
GPW42.64447
MB Slat Grill,árg41.105232.fr öxull 12,17,41.af öxull 12,18,41
MB 42 boddý no104064
8935413
hallfredure@gmail.com
Notandamynd
hallif
Alltaf hér
 
Póstar: 227
Skráður: 22 Feb 2010, 23:08
Staðsetning: ísland á góðum stað

Re: GPW 62312 1942 B-141

Pósturaf KPV » 30 Sep 2013, 13:25

Já pústgreinar eru víða til og verðin eru mismunandi.
Hef skoðað verðin bæði vestan hafs og austan.

Einna hagstæðasta verð virðist vera hjá WALCK'S 4 wheel drive.
Pústgrein með hitaspjaldi og pakningum á 180 $
http://walcks4wd.com/exhaust-manifold-l-head-4-cyli.html

Er ekkert að flýta mér, hef átt jeppann síðan 1987. Mér fellur best að vinna hægt.
Virðast samskonar greinar í landbúnaðarjeppa og herjeppa. Það er Willys MB vél í jeppanum hjá mér.
Held að maður setji frekar nýja grein fyrst verðin eru ekki hærri.
Auðvitað veit maður ekkert um tolla og sendingargjöld en einhverstaðar var sagt óhætt að tvöfalda kaupverðið í Ameríku til að fá endanlegt verð hingað komið.
Kristján.
Kristján P. Vigfússon.
Ford GPW 62312
Notandamynd
KPV
Þátttakandi
 
Póstar: 19
Skráður: 12 Maí 2013, 21:19


Fara aftur á Fornjeppar

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur