100 ára afmæli Rolls Royce

Segðu okkur frá einhverju sem við gætum haft gaman af. Samkomum fornbíla eða annað.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

100 ára afmæli Rolls Royce

Pósturaf Jón G » 28 Jún 2004, 10:30

Nostradamus said in 1548.
"From Albion's shore shall come a marvelous conveyance, a
carriage silincieux bearing the arms of Rolles De Roi."

Þýðing: "Frá ströndum Englands mun berast frábær ferðamáti, hljóðlátur vagn undir merkjum Rolles konungs".

More than six out of ten of all Rolls-Royce Motor cars built are still roadworthy

At one time, Rolls-Royce engines held World Speed Records in the Air, on Land and on Water,
simultaneously

Aristotle Onassis and Stavros Niarchos have lunch together in New York. Afterwards they pass a Rolls-Royce showroom and buy a Corniche each. Niarchos goes forward to pick up the bill. 'No, no, no, Stavros,' says Onassis,
'Let me get these - you paid for lunch.

It is possible that Rolls-Royce Motors is the best known British company name in the World. Letters have
been received from remote corners of the globe addressed to the Royal Family, care of Rolls-Royce, England.
http://www.darkforce.com/royce/facts.htm

Helgina 19-20. júní sl í frábæru veðri hélt breski Rolls Royce klúbburinn www.rrec.co.uk upp á 100 ára afmæli Rolls Royce 1904-2004, með geysi miklu móti á víðáttu miklum herragarði Bougton house www.boughtonhouse.org.uk/ . Ein stærsta Rolls Royce sýning sem verið hefur sett upp, yfir 1000 fágætustu RR allstaðar að úr heiminum og tóku menn til, að sýndir væru bílar frá Ástralíu/Japan ofl fjarlægum löndum, sem allajafna sæjust ekki á breskum sýningum. Spurðir um USA RR, sögðu bretar, uss, kanarnir koma alltaf, það er ekkert nýtt. Einnig voru yfir þúsund RR á bílastæðum sýningar ( fengu sérsvæði) ásamt hundruðum hjá bílasölum/uppboðum ofl.
Enska var ekki í meirihluta, öll mál virðast hafa verið töluð, enda komu RR áhugamenn víða að á Rolls-stock.

Greinarhöf skellti sér á laugardagsmorguninn 19-06 með Icelandexpress og var kostnaðurinn álíka og bíldagar á Akureyri hefðu kostað með flugi og hóteli, London og nærsveitir eru komnar í sama verðflokk fyrir Íslendinga og Akureyri og aðrar innlendar borgir. Flug 19.000 kr, bílaleigubíll 3 daga 15.000 kr, 2 gistinætur 10.000 kr, aðgangur 4000 kr fyrir bílinn, samtals um 50.000 kr, sem er vel sloppið. Greinilega voru fleiri bílasýningar á ferðinni í nágrenninu, eftir allri USA-fornbílabíla umferðinni að dæma.

Höf reyndi áranguslaust að kenna Bretum hægri umferð og sá fljótt að of skammur tími væri til stefnu í stuttri helgarferð og hélt sig því sem mest á vinstri kantinum eftir það, þó hann hefði lært í vinstri umferð, og unnið flest sín fyrstu "umferðar-afrek" í vinstri umferð. Að finna mótsstaðin var ekki erfitt, bara villast út á einhverja hraðbraut í norður og svo elta flottan RR, sem var 1936 Phantom, eina eintakið í heiminum með sérlengdri yfirbyggingu, smíðaðri í Belgíu. 180 hö 6 cyl Phantominn tryggður fyrir 10.275.000 kr ( án íslenskra innflutningsgjalda/75.000 pund) krúsaði létt eftir hraðbrautinni á hægu akreininni á 100+ km hraða, sem er afrek fyrir árg 1936 og sýnir hve RR var framarlega á sínum tíma. Minnti '36 Phantomin helst á annað breskt far, Titanic.

Á mótssvæðinu var margt um að vera, afmælis kvöldverður breska klúbbsins ( þarf forskráningu), uppboð http://www.bonhams.com/cgi-bin/wspd_cgi ... leNo=11237 hjá Bonhams www.Bonhams.com, parta-salar/bíla-salar/RR-umboðsmenn/sölumenn allskyns RR vöru/RREC-klúbburinn var með sölu og kynningartjald/nýjir RR/Bentley bílar voru kynntir m.a. http://www.rolls-roycemotorcars.com/flash_detect.html Margar þessara nýju ofur-RR/Bentley bifreiða eru 5.7 - 5.9 sek 0 - 100 km hraða, með 173 mílna max speed ( 280 km hámarkshraða), hægt að stoppa við á mílunni á helgarrúntinum með fjölskylduna, steikja hægfara sérsmíðuð USA-mílu-föt á meðan fjölskyldan sleikir ísinn og nýtur útsýnisins, svona fjölskylduvæn ferð. Sýndir voru á sýningarsvæði Bentley 1 af 4 elstu 10 hö 1904 RR bílarnir, sem til eru, allir í eigu sama eiganda ásamt dýrasta bíl heims metinn á 15-20.000.000 pund ( 2.0 - 2.7 milljarða kr ) 1923 RR Silver Ghost 40 hö, minni og óyfirbyggð eldri gerð en sá sem sýndur var í Fornbílasetrinu Selfossi sl. vetur. Þessi 1923 Silver Ghost er einmitt bíllinn, sem Henry Royce mætti á í allar keppnir/mót/sýningar og skapaði RR orðstý sem besti bíll í heimi, ekinn yfir 1.000.000 km, en vel uppgerður og tekið er fram að enn séu til upprunalegir hlutir í honum. 40/50 HP (THE SILVER GHOST) 1907 - 1925 sjá vefsíðu ----->
http://www.darkforce.com/royce/milestones.htm
Password: RR http://public.fotki.com/AliGG/100_years ... a_073.html


Menn eru almennt ánægðir með eignarhald BMW Á Rolls Royce og þriðja stærsta bílaframleiðanda heims Volkswagen AG á Bentley/Audi/Bugatti/Lamborghini/Seat/Skoda/VW, því hin geysilega þróunar/rannsóknarvinna samsteypanna er að skila sér í nýjungum hjá RR/Bentley, sem ódýrari bifreiðar hafa ekki efni á. Vickers hefur síðan framleiðsluréttinn á eldri RR/Bentley vélum. Þess má geta að hér er til 1996 Bentley Turbo R Sport með formúlu-ballanceraða ál vél frá BMW-Williams liðinu, en eignarhald BMW á Bentley náði til 2002, aðeins 30 framleiddir á ári, ca 40.000.000 kr nýr (ótollaður), aðeins seldir völdum viðskiptavinum, 5.8 sek 0 - 100 km, 2.4 tonn, 100% stífari fjöðrun framan/60% aftan, low profile breiðdekk ofl, en höf sá marga slíka í afmælinu. Mundi helst vilja vera á þotu, ef maður lenti í einum slíkum. http://www.rrab.com/bturbrs.htm#top

Þegar leið að lokun seinni daginn, spurði gamall maður á nýlegum Audi mig vegar, hvort ég vissi hvar veislan fyrir dómarana væri og nefndi veitingastað í nágrenninu. Tókum við tal og reyndist hann 90 ára, hafði byrjað 1928 að vinna hjá RR verksmiðjunum 15 ára á undanþágu, því 18 ár var lágmarks aldur. Sagði hann að honum hefði litist svo vel á vinnuaðstöðuna, allt hreint/þrifalegt/skipulagt og eins og best verður á kosið. Gamli maðurinn dæmdi eingöngu vélar í RR og Bentley árg 1930-40, sagðist geta sagt námkvæmlega hvað amaði að vél í RR, sem æki framhjá, eingöngu eftir hljóðinu.

Rolls Royce CX100 9 lítra/16 cyl/64 ventla http://www.rolls-roycemotorcars.com/100 ... etect.html

Rolls Royce Phantom http://www.rolls-roycemotorcars.com/CentenaryPhantom/ http://www.rolls-roycemotorcars.com/flash_detect.html

Bentley Continental GT 2004 V-12/Twin-turbocharged/4 wheeldrive/6 speed automatic transmission with sports/standard shifting/max speed 215 miles/350 km/verð 120.000 pund/16.000.000 ísl kr ótollaður/3 ára biðlisti/552 hö/0-100 km 4.7 sek auðveldlega/loftpúða-fjöðrun.
http://www.darkforce.com/royce/gt.htm
http://en.wikipedia.org/wiki/Continental_GT
http://www.bentleymotors.com/bentleymot ... guage.jsp#

Bentley Hunaudieres 2 manna miðvéla ofur-sportari 16 cyl ál vél/W16 vél/8 lítra/64 ventla/630 hö/760 NM 4000 RPM/85% of maximum torque is available from as low as 1500 rpm/
http://www.darkforce.com/royce/hunaudieres.htm


Þess má geta að á Íslandi er starfandi RR-klúbbur, en vitað er um 6 RR hér á landi
1972 Silver Shadow longwheelbase 2 stk
http://www.fornbill.is/images/Brudkaups ... sRoyce.jpg
http://www.fornbill.is/myndirbilarfelaga/rolls1.jpg
1975 Silver Shadow hægrihandarstýri
1980 Silver Wraith II (longwheelbase 10 cm lengri, heitir Wraith II 1977-80)
1983 Silver Spur
1986 Silver Spirit
1996 Bentley Turbo R Sport

Heiðursstofnfélagi er Íslandsvinurinn Robert D. Garretson, sem er bíla/flugvéla áhugamaður, hefur átt yfir 100 RR/Bentley bifreiðar og sérhæfir sig í viðskiptum með RR/fágætar bifreiðar/flugvélar. Hann stoppar alltaf hér á landi, þegar hann ferjar vélar sínar yfir Atlantsála, segist koma hér vegna veðursins, sé orðinn leiður á Californíu-sólinni.
"Bob" hefur margar áhugaverðar reynslusögur í farteskinu, er tilbúinn dagfari/náttfari til að aðstoða meðlimi ísl RR-klúbbsins, jafnvel með leiðbeiningum þvert yfir hnöttinn, þó ekki sé nema götuleiðbeiningar til að finna RR-parta-sala í London. Bob átti 1986 Ferrari GTO, sem var um tíma metinn á 2.000.000 $ ( 150.000.000 kr ). Ekki gekk þrautalaust að fá hann, biðlistar voru, aðeins 500 stk framleidd og of fá til USA, kvikmyndstjörnur/frægt fólk gekk fyrir, þessi týpíska USA-eignadýrkun. Bob var ekki sáttur, og hringdi í Enzo Ferrari sjálfan, og spurði hverju það sætti, hann hefði verið tryggur viðskiptavinur í langan tíma, og nú kæmi nýr áhugaverður GTO bíl og frægt fólk og leikarar gengju fyrir, þó það vissi varla hvernig Ferrari væri á litinn. Enzo bað Bob vin sinn afsökunar, sagðist ekki stjórna þessu viðskiptavina-vali USA umboðins, en Bob gæti komið í verksmiðjuna til sín, og sótt sinn GTO með USA útfærslum, sem og Bob gerði.

Skandinavískir RR-klúbbar voru með hópferðir á mótið og munu 200 RR í Noregi/300 Svíþjóð/40-50 Finnlandi/100 Danmörku/ 6 Íslandi

Hér er linkur inn á eldri FBÍ RR grein 15-03-04 jsl
http://www.fornbill.is/ForsidaFrettir2004.htm

Nokkar myndir af 100 ára afmæli RR password: RR http://public.fotki.com/AliGG/100_years_rolls/

http://www.darkforce.com/royce/
Jón G
Bannaður
 
Póstar: 77
Skráður: 02 Apr 2004, 07:26

Fara aftur á Hvað er að gerast?

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron