Maico M 250 B

Sérhæfðara spjall um mótorhjól, 25 ára og eldri. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Maico M 250 B

Pósturaf baldur » 23 Sep 2011, 21:14

Ákvað að skelli inn þræði um nýjasta verkefnið.

Um er að ræða Maico M 250 B árgerð 1959. Þetta verður verkefni þessa vetrar og stefnan sett á að klára það fyrir sumarið.

Maico er þýskt að uppruna og var stofnað af tveimur bræðrum árið 1926.
Til að byrja með framleiddu þeir létt bifhjól sem í voru ILO mótorar. Eftir heimstyrjöldina síðari jókst framleiðslan mikið
og Maico fóru því að hanna sína eigin mótora. Byrjað var á 123cc mótor en eftir því sem tíminn leið stækkuðu þeir.

Maico framleiddi á tímabili smábíla en sú framleiðsla stóð ekki lengi yfir.
Seinna meir færðist framleiðslan úr götuhjólum yfir í torfæruhjól.
Maico voru á tímabili vinsæl sem keppnishjól enda bæði vel hönnuð og aflmikil.
Upp úr 1983 lenti Maico í töluverðum vandræðum með framleiðsluna og hún datt
að mestu leyti uppfyrir. Þó eru enn í dag framleitt eitthvað af Maico hjólum
m.a. tvígengi 700 cc torfæruhjól. Eitthvað hlýtur nú aflið að vera í svoleiðis græju.

Margt áhugavert kom úr smiðju Maico á árunum 1950-1960.
Þar má meðal annars nefna Maico Taifun og Maicomobile. Maicomobile er mjög sérstakt hjól
m.a. var á því mikið boddý og innbyggt varadekk.

Framleiðsla á M 250 B hjólinu hófst 1959 og stóð yfir í u.þ.b. 10 ár. Þetta
hjól var framleitt sérstaklega fyrir Þýska herinn og Tollgæsluna og var því
ekki í almennri sölu. Framleidd voru u.þ.b. 10.000 hjól.
Hjólið sem ég er að hefja uppgerðina á er líklega númer 740 í röðinni.
Þetta er 250 rúmsentimetra tvígengishjól með 4 gíra kassa.

Mynd

Hjólið er nokkuð heillegt. Var flutt hingað til lands frá Þýskalandi 1979 og hafði verið í eigu sama aðila þangað til að ég eignaðist það.
Það eru líklega til 2 önnur svona hjól hér á landi, bæði 1960 árgerð.

En svo að uppgerðinni sjálfri. Hjólið var samsett en hafði ekki verið gangsett í nokkur ár.
Fyrsta verkefnið var því að gera sér betur grein fyrir ástandinu.
Kíkja á mótorinn, hreinsa blöndung, skipta um olíu, útvega rafgeymi o.fl.
Hjólið rauk í gang og mótorinn virtist í ágætu lagi. Ýmislegt þurfti þó að laga enda hjólið
komið til ára sinna.

Næsta skref var því að taka hjólið í sundur og í framhaldi af því útbúa innkaupalista.

Mynd

Meira síðar
baldur
Þátttakandi
 
Póstar: 44
Skráður: 10 Maí 2007, 21:14

gaman

Pósturaf Helgi » 23 Sep 2011, 21:39

það verður gaman að fylgjast með þessu hjá þér. gangi þér sem best með þetta verkefni. :D
Helgi Biering.

Fiat X1/9 Bertone '80
Notandamynd
Helgi
Alltaf hér
 
Póstar: 126
Skráður: 12 Jún 2008, 22:50
Staðsetning: Keflavík

Pósturaf baldur » 21 Okt 2011, 22:03

Kominn tími á næsta pistill.

Velti því töluvert fyrir mér hvernig hjólið ætti að líta út.
Upprunalega lítur hjólið svona út http://forum.maicofreunde.de/viewtopic.php?f=11&t=2396&sid=b556c98cb47163bdce29972b352b3a21&start=15
Allt málað í sama græna litnum enda framleitt sem herhjól
Niðurstaðan varð sú að skipta um lit á því en að halda því að öðru leyti upprunalegu.
Með þetta að leiðarljósi var því hægt að hefjast handa.

Grind, boddý, cylinder o.fl. var sandblásið. Nokkur smágöt voru í grindinni sem fljótlegt var að laga.
Afturbretti þarfnast töluverðrar yfirhalningar en annað er í ágætu standi.

Lét pólýhúða þá hluta sem mest mæðir á s.s gjarðir, pedala, standara o.fl. Grind,demparar og nöf voru svo sprautuð í sama lit.

Mynd
Meira síðar..
baldur
Þátttakandi
 
Póstar: 44
Skráður: 10 Maí 2007, 21:14

Pósturaf ussrjeppi » 21 Okt 2011, 22:38

gaman að þessu
Guðmundur Árni Sigurðsson.
Á GAZ 69m og gaz 69a . stefni á að eignast lödu 2103.
volgugaz21. moskvitch 403.
ussrjeppi
Alltaf hér
 
Póstar: 325
Skráður: 21 Mar 2010, 22:32
Staðsetning: suðurlandi

Pósturaf baldur » 23 Des 2011, 00:26

Of langt um liðið frá síðustu uppfærslu. Bæti úr því núna.

Er búinn að fá mikið af þeim varahlutum sem mig vantaði. Það eru nokkrir varahlutasalar
sem selja í þessu hjól. Hægt er að fá svo að segja allt og mikið af þessum hlutum eru jafnframt NOS hlutir.
Fékk m.a. hluta af framdempara sem var búin að liggja í umbúðunum síðan 1962.

Mynd

Tók flest alla ál hluti í hjólinu og póleraði þá. Sleppti þó nöfunum þar
sem þau eru þannig í laginu að erfitt er að eiga við þau. Munar mikið um að
gefa sér tíma í þetta, þetta lítur svo miklu betur út á eftir.
Set hérna með myndir af blöndungi sem ég póleraði
og annan ósnertan til samanburðar.

Mynd

Legusætin í stýristúbunni voru illa farinn. Það eru lausar kúlur í legunum,
eitthvað hafði brotnað upp og dottið ofan í túbuna þ.s. það hafi marið út frá sér.
skipti því um legur og sætin. Gjarðhringirnir voru ágætir, smá sláttur í þeim
sem náðist að mestu leyti í burtu þegar teinarnir voru komnir í.

Mynd

Næst er svo að byrja að púsla grindinni saman, setja dempara undir og gjarðir

Meira síðar...
baldur
Þátttakandi
 
Póstar: 44
Skráður: 10 Maí 2007, 21:14

Pósturaf Ramcharger » 23 Des 2011, 13:24

[4 [4
Kv.
Andrés G.


"70 Nova R.I.P M-3237
"72 Celica R.I.P R-14833
"74 Ramcharger R.I.P G-24555
"78 Olds Delta R.I.P R-29941
Notandamynd
Ramcharger
Alltaf hér
 
Póstar: 232
Skráður: 01 Mar 2010, 20:17
Staðsetning: Borg óttans

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 26 Des 2011, 01:53

Sæl Öllsömul.

Sæll Baldur.

Gaman að sjá svona fallega uppgert hjól.

Hef sjálfur ekki mikið vit á hjólum, en kunningi minn hefur gert upp nokkur hjól, og konan mín hefur málað fyrir hann.

Þá er reynt að ná sem upprunalegustu útlit, og mér sýnist að það sé mikil vinna á bak við slíkt.

Segðu mér, þegar þú ert að tala um að pólera, hvernig vinnur þú þetta ?

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson.
=====================
Opel Kadett B Coupe F Rallye 1971
Opel Kapitan L 1959
Opel Kadett A 1965
Opel Manta A 1973
Opel Rekord B Caravan 1966
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Pósturaf baldur » 29 Des 2011, 01:41

Sæll Heimir

Póleringin snýst í grunninn um það að slípa álið með sandpappír og
svo púðum og slípimassa þangað til tilætlaðri áferð er náð.

Ástand hlutarins ræður því hversu grófum sandpappír byrjað er á.
Fyrsta umferðin snýst aðallega um að slétta úr ójöfnum séu þær til staðar
og svo umferðirnar þar á eftir til þess að losna við rispurnar.

Ef við tökum dæmi þá væri hægt að byrja á 400 pappír.
Næst myndi maður taka umferð með 800 pappír svo 1200,1500 og jafnvel upp í 2000
Í hverri umferð fyrir sig slípar maður þangað til að maður er laus við
rispur sem pappír úr fyrri umferð myndaði.

Lokaskrefið er svo að slípa með póleringapúða og slípimassa.
Púðinn er settur á borvél eða smergel, massanum nuddað í og svo
hluturinn lagður á þangað til allt er orðið glasandi fínt.

Í sumum tilfellum hef ég byrjað á 120 pappír og í öðrum tilfellum sett hlutinn
beint á púðann og svo allt þar á milli. Þetta veltur á ástandi og
eins hversu fínt maður vill hafa þetta. Ég væti líka yfirleitt pappírinn til
að rykbinda.

Þetta getur verið töluverð vinna, sérstaklega fyrir hluti sem eru illa farnir
en á móti kemur að ávinningurinn er umtalsverður.


Kveðja


Baldur
baldur
Þátttakandi
 
Póstar: 44
Skráður: 10 Maí 2007, 21:14

Re: Maico M 250 B

Pósturaf baldur » 05 Okt 2013, 19:29

Hef ekkert skrifað um verkefnið í langan tíma en bæti úr því núna.

Hélt áfram með verkefnið í fyrra og púslaði grindinni saman þannig að hún gæti staðið í hjólin
og setti svo mótorinn í grindina. Þurfti svo að leggja verkefnið til hliðar og stóð hjólið því þannig í
rúmt ár.

Mynd

Hélt svo áfram með verkefnið í upphafi þessa árs. Byrjaði á boddývinnunni
Það er þó nokkuð boddý á hjólinu og flest allt í góðu standi. Boxið á tanknum var mjög illa farið.
Tjaslaði því saman en skipti því líklega út fyrir betra box þegar það finnst.

Næst var svo að púsla boddýinu á og útbúa nýtt rafkerfi. Rafkerfið er
afskaplega einfalt í þessu. Bremsuljósið virkar bara á fótbremsuna og
enginn stefnuljós. Svo var þetta hefðbundna til að klára samsetninguna,
setja í hraðamæli, tengja alla barka o.s.frv.

Skellti svo hjólinu í gang og prófaði það aðeins. Hjólið gekk ágætlega eftir að búið
var að stilla blöndunginn og skiptir auðveldlega í alla gíra.

Mynd

Renndi svo með það í skoðunn í gær og tók prufutúr í framhaldinu. Hann gekk ágætlega og hjólið skilar sér
ágætlega áfram miðað við vélarstærð. Eftir standa nokkur atriði sem þarf að kíkja á.
Þarf að stilla blöndunginn betur og kíkja á eina pakkningu sem smitar með. Eins
pantaði ég ný dekk sem koma eftir mánuð eða svo.

Mynd

Vonast svo til að geta hjólað eitthvað á næstunni svona eins og veður leyfir.
baldur
Þátttakandi
 
Póstar: 44
Skráður: 10 Maí 2007, 21:14

Re: Maico M 250 B

Pósturaf Bjarni567 » 06 Okt 2013, 11:26

Glæsilegt til hamingju með þetta flott vinnubrögð.
Bjarni Halfdanarson
1971 Opel GT
1969 Opel GT
1984 Corvette
Bjarni567
Mikið hér
 
Póstar: 52
Skráður: 04 Jan 2009, 01:53
Staðsetning: Ofan í húddi

Re: Maico M 250 B

Pósturaf Ramcharger » 10 Okt 2013, 20:27

Glæsilegur gripur og til lukku með það [13 [13
Kv.
Andrés G.


"70 Nova R.I.P M-3237
"72 Celica R.I.P R-14833
"74 Ramcharger R.I.P G-24555
"78 Olds Delta R.I.P R-29941
Notandamynd
Ramcharger
Alltaf hér
 
Póstar: 232
Skráður: 01 Mar 2010, 20:17
Staðsetning: Borg óttans

Re: Maico M 250 B

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 15 Okt 2013, 12:01

Þetta er falkkegt að sjá, mjög.

Til hamingju með þetta verkefni.

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson.
=====================
Opel Kadett B Coupe F Rallye 1971
Opel Kapitan L 1959
Opel Kadett A 1965
Opel Manta A 1973
Opel Rekord B Caravan 1966
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Re: Maico M 250 B

Pósturaf Aldowin » 07 Okt 2016, 04:35

þetta flott vinnubrögð.
Aldowin
Þátttakandi
 
Póstar: 10
Skráður: 11 Sep 2015, 04:00


Fara aftur á Fornhjól

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron