Victoria KR26 - Uppgerð

Sérhæfðara spjall um mótorhjól, 25 ára og eldri. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

Victoria KR26 - Uppgerð

Pósturaf baldur » 02 Nóv 2007, 23:03

Til að leggja mitt fram, inn á spjallið, langaði mig til að sýna ykkur nýjasta verkefnið mitt.

Er að gera upp Victoria KR 26, árgerð 1953. Hjólið er 250cc tvígengishjól framleitt af Victoria Werke Nurnberg sem framleiddi þessi hjól á árunum 1953-1956. Victoria Werke var stofnað 1886 og hóf framleiðslu mótorhjóla 1901. Fyrirtækið framleiddi mótorhjól allt fram til 1958 þegar það sameinaðist Express og DKW og úr varð Zweirad Union. Framleiðslu undir merkjum Victoria var þó haldið áfram en merkið endanlega lagt af árið 1968.

Mig hefur lengi langað til að gera upp gamalt mótorhjól en einhvern vegin aldrei látið verða af því. Síðastliðið vor datt ég niður á þennan grip og ákvað að láta slag standa. Hjólið var allt sundurtekið, ýmislegt vantaði og þarfnaðist endurnýjunar.

Mynd

Fyrsta verkefnið var að útvega sér viðgerðarbók um hjólið og finna út hvað það væri sem þyrfti að kaupa. Þurfti svo að leggja hjólið til hliðar yfir sumarið þar sem annað verkefni beið mín. Notaði þó sumarið í varahlutaleit, bæði með grúski á ýmsum varahlutasíðum og með reglulegum heimsóknum á þýska ebay. Náði mér m.a. í bensíngjöf, blöndung, teina og pakkingasett, auk þess sem ég keypti "slátur" úr öðru hjóli. Samhliða þessu hugleiddi ég töluvert hvernig rétt væri að gera hjólið upp. Var ekki nógu ánægður með upprunalega litinn og ákvað því að mála það í öðrum lit. Vildi jafnframt halda í söguna og láta hjólið halda mörgum af þeim örum sem það hafði safnað í gegnum tíðina. Með þetta að leiðarljósi hófst eiginleg uppgerð upp úr miðjum ágúst. Byrjaði á því að púsla helstu hlutum á hjólið til að sjá betur hvernig allt gengi saman.

Mynd

Tók svo hjólið sundur aftur og byrjaði málningarvinnunna. Fyrst var grindin sprautuð svört og svo tankur, bretti o.fl. sprautuð hvít og blá. Eftir rúmlega 6 vikna törn í málningarvinnu var loks hægt að snúa sér að mótornum. Mótorinn gekk nokkuð auðveldalega saman enda einfaldur að uppbyggingu. Á þó enn eftir að klára hann þar sem ég bíð eftir stimpli o.fl. Á meðan fór ég í demparana og þar er ég staddur núna.

Í dag lítur hjólið svona út.

Mynd

Næsta verkefni er svo að teina upp gjarðirnar.

Meira síðar.....
Síðast breytt af baldur þann 03 Nóv 2007, 14:46, breytt samtals 1 sinni.
baldur
Þátttakandi
 
Póstar: 44
Skráður: 10 Maí 2007, 21:14

Pósturaf Gunnar Örn » 03 Nóv 2007, 11:23

Glæsilegt verkefni, gaman verður að sjá framhaldið.
Gunnar Örn Hjartarson
MB 220 SEb/C 1965
MB 300GD 1980
Notandamynd
Gunnar Örn
Veit mikið
 
Póstar: 705
Skráður: 23 Jún 2004, 14:18
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf JBV » 03 Nóv 2007, 12:13

Frábært, alltaf gaman þegar menn opinbera bílskúrsverkefni sín hérna á spjallinu. [4 Það verður gaman að fylgjast með þessu verkefni hjá þér Baldur! Athygglisverð ákvörðun hjá þér að leyfa "örum" hjólsins að halda sér. Bara gaman að því. [8
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf Ásgrímur » 03 Nóv 2007, 18:59

JBV skrifaði:Frábært, alltaf gaman þegar menn opinbera bílskúrsverkefni sín hérna á spjallinu. [4 Það verður gaman að fylgjast með þessu verkefni hjá þér Baldur! Athygglisverð ákvörðun hjá þér að leyfa "örum" hjólsins að halda sér. Bara gaman að því. [8



djöfull er þetta flott, en hvað áttu samt við með því, ? dældir og þannig
Gremlin Owners Are Special

amc "77
Plymouth "66
saab "84
Ásgrímur
Veit mikið
 
Póstar: 634
Skráður: 09 Apr 2004, 11:46
Staðsetning: Á ferðinni

Pósturaf Erlingur » 03 Nóv 2007, 19:41

Skemmtilegt verkefni þarna 8)
Pósta svo meiru eftir því sem verkið vinnst [8
Ozeki hjá internet.is
Notandamynd
Erlingur
Alltaf hér
 
Póstar: 193
Skráður: 03 Ágú 2006, 19:59
Staðsetning: Hér og nú

Pósturaf Hinrik_WD » 03 Des 2007, 06:12

Glæsilegt að sjá. Fékkstu einhverja aðstoð eða parta frá Cornucopía í Þýskalandi eins og ég stakk upp á?

Kv

Hinrik
Hinrik Steinsson
White M2A1 Halftrack '41
GPW '42 x 2 / MB '41 / M38A1 '53
Dodge WC52 '42
Royal Enfield x2, BSA M20 '42,
AJS G3 '40, Norton 16H '40
Chevy 1503 '57 "US Army" type
Notandamynd
Hinrik_WD
Veit allt
 
Póstar: 1055
Skráður: 02 Apr 2007, 23:13
Staðsetning: Ísland og erlendis

Pósturaf baldur » 04 Des 2007, 23:10

Spjallaði við Cornucopía. Gátu útvegað eitthvað af hlutum en tóku það sérstaklega fram að það yrði dýrt. Leitaði því frekar og fann nokkra
sem selja hluti í þessi hjól. Mest hef ég verslað við www.motorrad-stemler.de sem eiga hluti í flest öll þýsk hjól.
baldur
Þátttakandi
 
Póstar: 44
Skráður: 10 Maí 2007, 21:14

Pósturaf ADLERINN® » 04 Des 2007, 23:58

Baldur ert þú svo kallaður "OfurBaldur" :?:
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf baldur » 05 Des 2007, 00:06

Nei, er ekki svokallaður "ofurbaldur".
Er annars skemmtilegt viðurnefni.
baldur
Þátttakandi
 
Póstar: 44
Skráður: 10 Maí 2007, 21:14

Pósturaf baldur » 05 Des 2007, 00:08

Langar að þakka ykkur fyrir góðar viðtökur hér á spjallinu. Það er líka kominn tími á næsta pistil þar sem einhver gangur hefur verið í verkefninu.

Síðast var komið að því að teina upp gjarðirnar. Teinar voru nokkuð ryðgaðir og því nauðsynlegt að skipta um þá.

Mynd

Fékk nýja teina frá Motorrad Stemler og gat því skipt um í báðum gjörðum. Hef ekki teinað upp gjörð áður og því var þetta töluvert dund.
En það er jú bara gaman af því. Smíðaði ramma utan um gjarðirnar
sem gerði mér kleyft að mæla sláttinn í þeim. Náði þeim nokkuð réttum, þrátt fyrir að dælir væri í sjálfum gjarðhringjunum. Bíð spenntur eftir því að "finna" hvernig til hefur tekist. Setti jafnframt undir hjólið ný dekk með gamladags munstri.

Mynd

Þegar gjarðirnar voru komnar undir var næsta verkefni að klára mótorinn. Fékk stimpil og platínur sem mig vantaði og gat því klárað að púsla honum saman.

Hér er svo mynd af gírkassa, sveifarás og mótorhúsi.

Mynd

Cylinder, hedd, stimpill o.fl.

Mynd

Mótorinn kominn í hjólið.

Mynd

Glöggir lesendur taka efalaust eftir því að startsveif og keðja eru öfugu megin við það almennt gerist í dag. Ástæða þessa er sú að hjólið er hannað til þess að vera með hliðarvagn.

Þurfti svo furðu lítinn sannfæringarkraft til að koma mótornum í gang. Eftir smá stillingar á blöndungi var gangurinn alveg þokkalegur.

Lét jafnframt smíða og króma nýtt stýri sem komið er á hjólið.

Næstu verkefni eru að klára rafkerfi og bremsur. Á leiðinni er afturljós, flauta o.fl. sem þarf til að klára rafkerfið.

Á svo eftir að útvega mér nokkra hluti til viðbótar. Það helsta er hnakkur, hraðamælir og ný púst.

Meira síðar..
baldur
Þátttakandi
 
Póstar: 44
Skráður: 10 Maí 2007, 21:14

Pósturaf ADLERINN® » 05 Des 2007, 00:20

baldur skrifaði:Nei, er ekki svokallaður "ofurbaldur".
Er annars skemmtilegt viðurnefni.


nú jæja Ég hélt kannski að þú værir maðurinn.

Þá þýðir lítið að spyrja þig um Harley Softail blátt að lit sem var til sölu í sumar.
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf Ásgrímur » 05 Des 2007, 00:49

djöfull er þetta flott :!:
Gremlin Owners Are Special

amc "77
Plymouth "66
saab "84
Ásgrímur
Veit mikið
 
Póstar: 634
Skráður: 09 Apr 2004, 11:46
Staðsetning: Á ferðinni

Pósturaf JBV » 05 Des 2007, 16:05

LOKSINS fær maður að sjá eitt af þeim bílskúrsverkefnum sem eru í gangi hérna á spjallinu, eftir nokkurt hlé. Þetta verkefni er eitt af þeim athyggliverðu sem má skoða á netinu um þessar mundir. Þetta lítur frábærlega út hjá þér Baldur. það verður gaman að sjá þegar hjólið verður tilbúið. Keep up the good work! [8
Jón Birgir Valsson
Notandamynd
JBV
Alltaf hér
 
Póstar: 358
Skráður: 09 Apr 2006, 00:43
Staðsetning: Reykjavík

Pósturaf ADLERINN® » 05 Des 2007, 23:06

JBV skrifaði:LOKSINS fær maður að sjá eitt af þeim bílskúrsverkefnum sem eru í gangi hérna á spjallinu, eftir nokkurt hlé. Þetta verkefni er eitt af þeim athyggliverðu sem má skoða á netinu um þessar mundir. Þetta lítur frábærlega út hjá þér Baldur. það verður gaman að sjá þegar hjólið verður tilbúið. Keep up the good work! [8


Ég verð að skrifa undir þetta innlegg [8
Notandamynd
ADLERINN®
Veit allt
 
Póstar: 3200
Skráður: 16 Apr 2005, 23:18
Staðsetning: Á jaðrinum Við það að detta framaf.

Pósturaf baldur » 12 Jan 2008, 18:17

Kominn mánuður frá síðasta pistli og því kominn tími á þann næsta.

Tók því frekar rólega í desember. Fékk flautu, ljósarofa og afturljós sem ég
setti á hjólið og gat því klárað rafkerfið að mestu.

Skelli inn nokkrum myndum af hjólinu eins og það lítur út í dag.

Mynd

Nýja stýrið komið á hjólið. Neðst til hægri sést ljósarofin og ofan á honum
er svo flautuhnappurinn. Svissinn og hleðsluljós er í framljósakúplinum.
Hraðamælirinn fellur svo inn í gatið sem sést á kúplinum.


Mynd


Setti flautuna undir framljósið. Upprunalega er hún höfð undir
framsætinu en fannst þessi staðsetning gefa hjólinu skemmtilegri svip.

Mynd

Afturljósið komið á. Númerið mun svo koma beint fyrir
neðan afturljósið. Upprunalega voru hvorki stefnu- né bremsuljós
á hjólinu. Í nýja afturljósinu er bremsuljós sem ég veit ekki
enn hvort ég ætla að tengja. Samkvæmt þeim upplýsingum sem
ég hef þarf hvorki að vera bremsuljós, né stefnuljós á hjólinu til þess
að það fái fulla skoðun.


Mynd


Hjólið er orðið ökufært í dag. Er með gömlu pústin undir því á
þessari mynd. Á eftir að útvega mér ný púst og kúta báðu megin.
Það er hægt að fá þetta nýtt frá Þýskalandi en verðlagning er þannig
að ég þarf að skoða hvort að aðrir kostir bjóðast.


Meira síðar...
baldur
Þátttakandi
 
Póstar: 44
Skráður: 10 Maí 2007, 21:14

Næstu

Fara aftur á Fornhjól

Hver er tengdur

Notandi að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 1 gestur

cron