Síða 2 af 3

PósturSent inn: 13 Jan 2008, 00:58
af Gunnar Örn
07.20 Bifhjól.

(1) Áskilin ljósker:

– aðalljósker; eitt lágljósker eða tvö lágljósker með innan við 100 mm millibili
– hemlaljósker; eitt sem lýsir við hemlun með framhjólshemli og afturhjólshemli. Þriggja hjóla bifhjól skal búið tveimur hemlaljóskerum
– stöðuljósker; eitt eða tvö afturvísandi.

(2) Leyfð ljósker:

– dagljósker; eitt eða tvö.

(3) Eitt ljósker fyrir aðalljós eða þokuljós skal vera fyrir miðju bifhjóls.

(4) Stefnuljósker á bifhjóli þurfa ekki að vera tengd gaumbúnaði. Þó skulu stefnuljósker á þriggja hjóla bifhjóli vera tengd gaumbúnaði.

(5) Áskilin glitaugu:

– afturvísandi glitauga; eitt. Bifhjól með hliðarvagni og þriggja hjóla bifhjól skulu búin tveimur afturvísandi glitaugum.

(6) Leyfð glitaugu:

– afturvísandi glitaugu til viðbótar áskildum glitaugum, hliðar- og framvísandi glitaugu.

(7) Staðsetning ljósabúnaðar og glitaugna bifhjóls telst vera fullnægjandi ef ákvæði EBE-tilskipunar nr. 93/92 með síðari breytingum eru uppfyllt.

(8) Virkni og gerð ljóskera bifhjóls telst vera fullnægjandi ef ákvæði EB-tilskipunar nr. 97/24 eru uppfyllt.



Kemur frá Reglugerð um gerð og búnað ökutækja.

PósturSent inn: 13 Jan 2008, 01:33
af baldur
Takk fyrir ábendinguna.

Ég hafði samband við Frumherja fyrir einhverju síðan. Spjallaði þar við skoðunarmann sem var einstaklega hjálpfús og áhugasamur. Samkvæmt því sem hann sagði mér þá er ekki skylda að vera með bremsuljós á bifhjólum sem skráð væru fyrir 1980. Auk þessa væru stefnuljós ekki skylda á bifhjólum skráðum fyrir 1991. En líklega borgar sig að tékk aftur á þessu. Annars er nú sennilega best að hafa bremsuljósið á hjólinu amk. öryggisins vegna.

PósturSent inn: 14 Jan 2008, 11:50
af Rækjan
Til hamingju Baldur, fagmannlega unnið og glæsilegt hjól. Gangi þér sem best með þetta.
Kveðja
Jói Rækja

PósturSent inn: 21 Mar 2008, 17:44
af baldur
Langt um liðið frá síðasta pistli og löngu kominn tími á þann næsta.
Síðustu vikurnar hef ég verið að dunda eitthvað í hjólinu.
Setti silfraða rönd á litaskilin á tank og brettum ásamt
gúmmípúðum á tankinn. Ásetan á hjólinu er frekar há og
því hvíla hnén á þessum púðum.

Mynd

Fór í smá skoðunarferð í varahlutalager Fornbílaklúbbsins .
Var virkilega gaman að skoða margar þær gersamar sem þar finnast.
Fann þar nýtt framljós og krómhring sem komið er á hjólið
Keypti jafnframt nýjan hraðamæli að utan og gat því gengið frá framljósinu í endanlegt horf.


Mynd

Náði í nýjan hnakk og handföng. Hnakkur er mun stærri en ég hélt
í fyrstu en kemur samt ágætlega út.

Mynd

Lét smíða ný rör í pústið og setti undir hjólið nýja hljóðkúta. Vafði
svo fremri hlutann af pústinu.

[Mynd

Gekk svo frá bremsum, boxi fyrir rafgeymi o.fl.
Uppgerðin er nú á lokametrunum. Á eftir mála keðjukassann,
setja spegla á hjólið og setja læsingu í verkfærakistuna.

Meira síðar

PósturSent inn: 21 Mar 2008, 19:31
af Gunnar Örn
Þetta er að verða mjög glæsilegt hjá þér, er stefnan að koma því á götuna fyrir vorið?

PósturSent inn: 21 Mar 2008, 20:11
af baldur
Takk fyrir. Já, setti stefnuna á að klára fyrir sumarið. Það ætti alveg að geta gengið, nema eitthvað óvænt komi upp á. Hef lítið getað prófað hjólið í akstri og gætu því verið einhver atriði sem þyrfti að laga frekar.

PósturSent inn: 21 Mar 2008, 22:28
af Sigurbjörn
Fer það ekki á gamalt númer ?

PósturSent inn: 21 Mar 2008, 22:28
af ADLERINN®
Þetta er orðinn mjög flottur gripur. [8

PósturSent inn: 21 Mar 2008, 23:52
af baldur
Jú, set gamla plötu á hjólið. Er búin að fá númerið R-1953
Mynd

PósturSent inn: 22 Mar 2008, 01:02
af Sigurbjörn
Flott númer,Hver bjó þetta til ?

PósturSent inn: 22 Mar 2008, 10:55
af baldur
Bjó þetta til sjálfur. Málaði plötuna fyrst hvíta, skar svo út stafina í stensil sem ég límdi á og sprautaði svo svarta litnum yfir.

PósturSent inn: 22 Mar 2008, 11:06
af Guðbjartur
Þetta er rosalega fallegt hjól og virðist sem þetta sé mjög vel unnið.
Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með þessari uppgerð.

Kv Bjartur

PósturSent inn: 22 Mar 2008, 13:02
af Rækjan
Settu nú inn góða hliðarmynd af græjunni.
Kv
Jói Rækja

PósturSent inn: 22 Mar 2008, 21:27
af baldur
Set inn betri myndir fljótlega.

PósturSent inn: 12 Apr 2008, 09:48
af baldur
Þá er komið að síðasta pistlinum. Uppgerðinni er nú lokið í bili.
Er svo sem alltaf hægt að dunda eitthvað meira en hjólið er komið
í ágætis stand. Notaði tækifærið og smellti mynd af gripnum.

Mynd

Svona til að draga uppgerðina saman þá er hjólið nokkuð upprunalegt.
Grindar- og mótornúmer passa. Það sem er aðallega frábrugðið upprunalegu útliti er liturinn og pústið. Auk þessa eru speglar og fleira smálegt sem er öðruvísi.

Verkefnið sjálft tók í raun skemmri tíma en ég átti von á en varð miklu dýrara.
Það sem kom mér mest á óvart var hversu mikið af varahlutum er hægt að fá. Stundum þurfti
reyndar að grúska töluvert á netinu til að nálgast ákveðna hluti. Erfiðast var
að nálgast sveifarásinn og blöndunginn.

Þar sem þetta er lokapistillinn, vil ég því nota tækifærið og þakka fyrir
þau viðbrögð og leiðbeiningar sem ég hef fengið. Hef sjálfur gaman af því
að fylgjast með öðrum verkefnum hérna á spjallinu og vona að einhverjir
hafi haft gaman af þessum pistlum frá mér. Vill jafnframt hvetja þá
sem eru með verkefni í gangi að skella þeim hérna inn á spjallið og leyfa
okkur hinum að fylgjast með. Það er bæði auðvelt og fljótlegt að setja efni
hérna inn og því um að gera að taka þátt.