ford prefect

Sérhæfðara spjall um eldri bíla frá Evrópu. Ath. auglýsingar eru ekki leyfðar á þessum þræði.

Póststjórar: jsl, Sigurbjörn

ford prefect

Pósturaf Siggi Royal » 23 Apr 2008, 21:51

Mynd

Ford sidevalve owners club
http://www.fsoc.co.uk/index.html

Ford Prefect, einn af vinsælustu bílum á Akureyri eftir stríð. Kallaður "júnior". Á stærð við bjöllu, með 1172 cc mótor 34 hestöfl, kallaður 10 hp, samkvæmt RAC mælingum, opinberum. "skattamál í bretlandi", skattur af bílum í Bretlandi á þessum tíma var reiknaður út frá stærð vélar. Átti sjálfur tvo svona bíla og gaf þá báða að Ystafelli. Er samkvæmt breskum heimildum, fyrsti Fordinn, til að bera seinna nafn, það er, Prefect. Ford hét alltaf A, B, T, eða slíkt. Kom fyrst fram 1937 og var framleiddur undir þessu nafni til 1961. Er af mörgum bretum sagður faðir Cortínunnar. Bretar, eins sérstakir og þeir eru, stofnuðu klúbb utan um mótorinn í þessum bíl, því hann var notaður í allan andskotann. Ford sidevalve owners club. Átti bróður í þýzkalandi, sem kallaður var "Eifel".
Síðast breytt af Siggi Royal þann 26 Apr 2008, 20:44, breytt samtals 2 sinnum.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf Sigurbjörn » 25 Apr 2008, 04:03

fróðlegur pistill hjá þér
Sigurbjörn Helgason
Notandamynd
Sigurbjörn
Veit allt
 
Póstar: 1094
Skráður: 29 Mar 2004, 23:04
Staðsetning: Reykjavik

Pósturaf Siggi Royal » 25 Apr 2008, 20:27

Þessi skattastefna breskra stjórnvalda hafði gífurleg áhrif á bílaiðnaðinn. Hún varð meðal annars til þess, að breskir bílar, sérstaklega alþýðubílar voru upp til hópa vélvana. Þó var eitt ljós í myrkrinu. Stórnvöld fólu RAC, the royal automobile club, einum elsta og virtasta bíla klúbb heims að meta vélarstærð bifreiða. Þeir góðu menn gátu þó bjargað miklu, með því að þeir fundu upp ný hestöfl, sem voru mun stærri en raunverleikinn var. Þá urðu til 8hp, 10hp, 12hp, 14hp, 16hp og svo framvegis. Til dæmis varð Ford model A 14hp, eftirað settar höfðu verið í hann þrengri slívar, til að minnka rúmmálið. Þetta viðgengst í Bretlandi fram yfir miðja síðustu öld. Þannig var t.d. Ford Prefect 10hp, en var í raun 34 hestöfl, samkvæmt nútíma mælingu.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf Siggi Royal » 15 Maí 2008, 20:44

Alveg merkilegt, það virðist enginn hafa áhuga á þessum gömlu góðu evrópsku bílum, sem settu þó hjólin undir alþýðuna á Íslandi. Heldur þunga ameriska dreka með krómislegin stel, sem flestir komu úr hermanginu. Það verður þó að viðurkennast, að konur voru meðfærilegri í aftursæti á Buick Roadmaster, en Morris 10.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf Sigurbjörn » 15 Maí 2008, 20:49

:D
Sigurbjörn Helgason
Notandamynd
Sigurbjörn
Veit allt
 
Póstar: 1094
Skráður: 29 Mar 2004, 23:04
Staðsetning: Reykjavik

Pósturaf Björgvin Ólafsson » 22 Maí 2008, 09:51

Siggi Royal skrifaði:Alveg merkilegt, það virðist enginn hafa áhuga á þessum gömlu góðu evrópsku bílum, sem settu þó hjólin undir alþýðuna á Íslandi. Heldur þunga ameriska dreka með krómislegin stel, sem flestir komu úr hermanginu. Það verður þó að viðurkennast, að konur voru meðfærilegri í aftursæti á Buick Roadmaster, en Morris 10.


Sennilega rétt hjá þér, allavega með aftursætin 8)

Annars var ég að taka uppáhaldið mitt núna í brúk, en hann er kannski ekki eins gamall þó evrópskur sé.

Mynd

kv
Björgvin
Notandamynd
Björgvin Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 340
Skráður: 02 Apr 2004, 09:33
Staðsetning: Akureyri

Pósturaf Siggi Royal » 22 Maí 2008, 20:05

Gaman að sjá einn svona fínan Escort. Þetta eru aldeilis frábærir aksturs bílar. Liggja bíla bezt. Vinur minn átti einn svona þýzkan. Hann var með ferköntuðum framljósum og að mig minnir með tvískiptum framstuðara. Kanntu einhverja skýringu á þessum mun.
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf Björgvin Ólafsson » 22 Maí 2008, 22:52

Siggi Royal skrifaði:Gaman að sjá einn svona fínan Escort. Þetta eru aldeilis frábærir aksturs bílar. Liggja bíla bezt. Vinur minn átti einn svona þýzkan. Hann var með ferköntuðum framljósum og að mig minnir með tvískiptum framstuðara. Kanntu einhverja skýringu á þessum mun.


Já þeir eru slíkt himneskir, það halda allir að ég sé að djóka þegar ég segji mönnum hvað það sé gott að keyra hann 8)

Annars er þetta árgerða munur með ljósin og svo var GT, Sport og Mexico týpan með litlum stuðurum á hornunum - ekki ósvipað og GM hermdi svo eftir með SS Camaro í upphafi áttunda áratugarins.

Það er einn svona ljósblár einnig hér í bæ með ferköntuðu ljósunum, ekinn 23 þús. síðast þegar ég vissi. Hann er þó breskur en minn þýskur.

kv
Björgvin
Notandamynd
Björgvin Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 340
Skráður: 02 Apr 2004, 09:33
Staðsetning: Akureyri

Pósturaf Siggi Royal » 22 Maí 2008, 23:26

Mig minnir að Escort nafnið hafi fyrst komið fram í kringum 1955, þá sem station útgáfa af Prefect og Anglíu. En kom þessi fram fyrst 1968 ?
Sigurður Rúnar Magnússon Sími: 615-7116
fairmont ghia 79
cj2a 46
cj6 64
Notandamynd
Siggi Royal
Alltaf hér
 
Póstar: 438
Skráður: 29 Nóv 2007, 21:09

Pósturaf Heimir H. Karlsson » 23 Maí 2008, 01:02

Sæl Öllsömul.

Gaman að sjá að A 915 er ennþá til.

Ef ég man rétt þá var oft einhver eldri maður á þessum bíl.
Gaman að sjá að bílnum var ekki hent, eins og kom fyrir marga vejulega brúksbíla frá æskuárum mínum.
Hreinsunardeild Akureyrarbæjar varð sem betur fer ekki virk fyrr en seint á 8. áratugnum.

Man óljóst eftir bílnum þegar ég var að alast upp á Akureyri.
Bíllinn var við eonhverja götuna sem ég átti ansi oft leið hjá

Til hamingju með þennan !
Fallegur að sjá.
Fer hann ekki á sýninguna í næsta mánuði ?

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.
Heimir H. Karlsson
Alltaf hér
 
Póstar: 348
Skráður: 31 Okt 2007, 10:53

Pósturaf Björgvin Ólafsson » 23 Maí 2008, 08:36

Siggi Royal skrifaði:En kom þessi fram fyrst 1968 ?




kv
Björgvin
Notandamynd
Björgvin Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 340
Skráður: 02 Apr 2004, 09:33
Staðsetning: Akureyri

Pósturaf Björgvin Ólafsson » 23 Maí 2008, 08:43

Heimir H. Karlsson skrifaði:Sæl Öllsömul.

Gaman að sjá að A 915 er ennþá til.

Ef ég man rétt þá var oft einhver eldri maður á þessum bíl.
Gaman að sjá að bílnum var ekki hent, eins og kom fyrir marga vejulega brúksbíla frá æskuárum mínum.
Hreinsunardeild Akureyrarbæjar varð sem betur fer ekki virk fyrr en seint á 8. áratugnum.

Man óljóst eftir bílnum þegar ég var að alast upp á Akureyri.
Bíllinn var við eonhverja götuna sem ég átti ansi oft leið hjá

Til hamingju með þennan !
Fallegur að sjá.
Fer hann ekki á sýninguna í næsta mánuði ?

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.


Takk fyrir það, þessi bíll var keyptur nýr í gegnum BSA og það var frændi minn hann Villi á Vegamótum (Dalvík) sem átti hann svo alla sína tíð. Hann kom þó reglulega í "kaupstað" og því ekki ólíklegt að þú hafir séð hann hér á Akureyri - væntanlega þá í Ránargötu þar sem ég bý í dag :D

Annars er ég búinn að eiga hann í rúm 14 ár en tek samt enn glaður við hamingjuóskum :!:

kv
Björgvin
Notandamynd
Björgvin Ólafsson
Alltaf hér
 
Póstar: 340
Skráður: 02 Apr 2004, 09:33
Staðsetning: Akureyri


Fara aftur á Evrópu-bílar

Hver er tengdur

Notendur að skoða þetta svæði: Engir skráðir notendur og 0 gestir

cron